Personal tools
You are here: Home Documents Resolutions Budapest Resolution Íslenska

Íslenska

 

Budapest yfirlýsingin

um tungumálatengdar áskoranir í fjölmála  Evrópu

 

1.      Samtök evrópskra málræktarstofnana (EFNIL) kallar eftir fjölmála stoðkerfi  sem nái yfir Evrópu í heild. Það er grunnskilyrði fyrir raunverulega fjölmála Evrópu og fjöltyngi borgaranna.

 

2.      Þróun nútímalegs hágæðagrunnvirkis orðabókarfræða, sem samanstandi af góðum (samsíða) textasöfnum, ein-, tví-  og fjölmála orðabókum og orðasafnsgrunnum, hugtakaorðabókum, íðorðagrunnum, orðanetum og sambærilegum orðfræðitólum  og verkfærum, er ófrávíkjanlegt skilyrði (conditio sine qua non) þess að Evrópubúar læri og  noti (erlend) tungumál, fyrir þýðingar og túlkun og fyrir fjölmála textavinnslu  með tölvukerfum og tækjum.

 

3.      Undirtsöðuaðbúnaður fyrir máltækni og vönduð söfn ættu að vera til fyrir að minnsta kosti  öll (opinber)  tungumál Evrópusambandsins (ESB): til þessa ættu að teljast tvímála tól og hjálpargögn fyrir tungumálapör sem hinn markaðsmiðaði tungumálaiðnaður sinnir ekki nægjanlega.

4.      Í ljósi þess hversu fjölmála  hið nauðsynlega tungumálagrunnvirki þarf að vera sem yfirstígur umfang nokkurs eins tungumálasvæðis eða lands, er þess vænst að ESB taki að sér virkt hlutverk við að þróa grunnvirki opinbera tungumálsins (eða -málanna) sem stendur til boða í hverju aðildarríki.

 

5.      Í ljósi þessa skorar EFNIL á ríkisstjórnir aðildarríkjanna og einnig Evrópuráðið og aðrar viðeigandi stofnanir ESB:

(a)    að stuðla að þróun á og aðgengi að tvímála orðabókum og sambærilegum stafrænum tólum og vefþjónustu fyrir öll tungumálapör þar sem augljós þörf er fyrir slíkt í viðkomandi málsamfélögum, óháð viðskiptalegum rökum fyrir framleiðslu og markaðssetningu slíkra afurða.

(b)   að örva og hvetja frumkvöðlatækni og aðferðir sem nýta sér nýjar leiðir við að hanna orðfræðileg tól, meðal annars þau tækifæri sem lýðvirkjun  býður upp á, og að bjóða viðeigandi sérfræðinganetum og samvinnuverkefnum orðfræðistofnana hinna ýmsu aðildarríkja ESB umtalsverðan stuðning.

(c)    að stuðla að samvinnu milli opinberra og/eða opinberra og einkarekinna stofnana og skapa þannig ný tækifæri fyrir þróun samkeppnishæfs tungumálaiðnaðar í  ESB sem tekur mið af raunverulegum þörfum hinna ýmsu málsamfélaga innan  ESB.

(d)   að tryggja að grunnvirkishorf séu að fullu felld inn í alla stefnumörkun ESB  sem varðar framgang evrópskrar fjöl- eða margtyngi og tungumálanáms.

6. EFNIL býður fram sérfræðiþekkingu sína við að aðstoða stefnumarkandi aðila við þróun og eftirlit með stefnum sem snerta þessa áskorun.

 

 

Document Actions