Personal tools
You are here: Home Documents Declarations Dublin Declaration in different languages Íslenska

Íslenska

Dyflinnaryfirlýsingin

 

EFNIL

7. ársráðstefna, Dyflinni, 4–6 nóvember 2009

Dyflinnaryfirlýsingin

um sambandið milli opinberra tungumál,  svæðisbundinna mála og minnihlutamála í Evrópu

 

1.      Umtalsverður munur er á tungumálalumhverfi hinna ólíku Evrópulanda vegna mismunandi sögulegra, félagslegra og pólitískra aðstæðna. Meðlimir EFNIL,  fulltrúar þjóðar- eða  aðalstofnana  aðildarríkja ESB, eru ákveðnir í að styðja við opinber(t), staðlað/stöðluð tungumál sitt/sín með tungumálarannsóknum, skipulagningu textasafna, skrásetningu og málstefnu. Auk þess hafa þeir þá skyldu að fylgjast náið með þróun tungumálanotkunar og  fjölbreytileika tungumála  í eigin landi.

 

2.      Hugtök eins og „minnihlutamál“ og „staðbundið mál“ eru oftast hlaðin hugmyndafræðilegri merkingu, og sömuleiðis eru hugtök á við „þjóðtunga“,  „opinbert mál“ og mörg önnur notuð til þess að gefa til kynna ástand eða stöðu tungumáls (t.d. mál innfæddra, þjóðarbrota, minna notuð mál, sam-opinbert mál, svæðisbundið mál, ríkjandi tungumál). Að slíkur fjöldi hugtaka sé notaður er í sjálfu sér ábending um að sambandið milli tungumála og milli tungumála og samfélagsins er mjög flókið. EFNIL ætlar sér að taka þátt í vitundarvakningu varðandi slík hugtök og stuðla að gætilegri notkun þeirra í opinberum skjölum og málstefnum.

 

3.      EFNIL lítur á öll tungumál sem menningarlega jafngild og þar með eru að sjálfsögðu talin  minnihlutatungumál. EFNIL gerir engan greinarmun á tungumálum innfæddra, aðfluttra og minnihluta þegar kemur að rétti þeirra til aðgangs að þekkingu og tungumálakennslu. Í þessu skyni mælir EFNIL með því að eins mörg tungumál og mögulegt er séu höfð með í kennsluskrám skóla og hvetur yfirvöld til að nálgast á forvirkan hátt spurninguna um hlutdeild minnihlutamála í kennsluefni skóla og/eða að bjóða upp á tækifæri til aðgengis að menntun á þessum málum hvenær sem mögulegt er.

 

4.      Málnotendahópar sem búa utan „ættríkis“ síns eða án „ættríkis“ ættu að fá staðfestingu á (til dæmis með tvíhliða samkomulagi í tilviki hópa með „ættríki“ eða með viðeigandi lagaaðgerðum í tilviki annarra hópa) að landið sem þeir eru nú borgarar í virði og meti í raun málleg réttindi. Slíkar aðgerðir gætu stuðlað að bættum alþjóðasamskiptum, verslun og viðskiptum.

 

5.      Yfirleitt er ætlast til þess að borgarar hafi tiltekið tungumál á valdi sínu (oftast nefnt „þjóðtunga“ eða „opinbert“ tungumál). Þeir sem vilja öðlast þegnrétt verða að sýna fram á færni sína í þessu tungumáli.  Í nokkrum löndum á þessi krafa við um eitt af nokkrum opinberum tungumálum. Engu að síður ætti það ekki að merkja að önnur tungumál innfæddra, sem tilheyra tungumálum landsins og eru hluti menningararfleifðar þess, séu ekki talin hafa gildi. Hröð fækkun þeirra sem tala sum þessara tungumála á undanförnum árum gefur ástæðu til áhyggna. EFNIL hvetur yfirvöld og almenning til þess að viðurkenna vitræna, félagslega, efnahagslega og pólitíska kosti tví- eða fjöltyngis allra meðlima ríkis fyrir þjóðarsamfélagið.

 

6.      Í flestum Evrópuríkjum nú á dögum er frekar flókinn málvísindalegur veruleiki sem ekki er alltaf sýnilegur vegna skorts á áreiðanlegum og nýlegum tölfræðiupplýsingum. EFNIL viðurkennir aðstæður félagslegs fjölbreytileika í Evrópu og nauðsyn félagslegrar samheldni og er staðráðið í að hvetja til fjöltyngis ríkisborgara og samvinnu með öðrum evrópskum stofnunum í því skyni að safna og dreifa áreiðanlegum gögnum og bestu vinnubrögðum á þessu sviði.

 

Document Actions